18. Sept

FYRSTA VÍSÓ ANNARINNAR OG HAUSTKOSNINGAR ANIMU (léttar veigar og MIKIÐ fjör)!!!!!!!

Birt þann 18. Sept. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

FYRSTA VÍSÓ ANNARINNAR OG HAUSTKOSNINGAR ANIMU

Það er LOKSINS komið að deginum sem allir hafa verið að bíða eftir, fyrsta vísindaferð annarinnar OG haustkosningar Animu! Að þessu sinni hefjum við skólaárið í sömu vísindaferð og sú síðasta var á síðasta skólaári, sem var notabene MJÖG NÆS, hjá Samfylkingunni! Á föstudaginn næstkomandi, 21. september, ætla þau hjá Samfylkingunni að bjóða okkur í heimsókn á Hallveigarstíg 1 kl 17:00 og kynna fyrir okkur starfsemi sína og á sama tíma bjóða okkur upp á léttar veigar og mikið fjör!!!

Að vísindaferð lokinni er förinni haldið á heimabar Animu, Austur, þar sem haustkosningar Animu verða haldnar og heyrst hefur að Anima er með SJÚLLUÐ tilboð á barnum!!!

Við erum með 28 pláss í vísindaferðina en pláss fyrir alla á Austur, en við förum þangað um 19:00!

Muniði svo, fyrstir að skrá - fyrstir að fá!!

5. Maí

SÍÐASTA VÍSÓ ANNARINNAR (for real this time) verður hjá Samfylkingunni!! Upphitun fyrir próflokapartý aldarinnar!!!

Birt þann 5. Maí. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Þið hélduð kannski að allar vísindaferðir þessarar annar væru búnar, en örvæntið ekki - það bættist ein við í hópinn! Þann 9. maí næstkomandi ætlar Samfylkingin að kynna fyrir okkur starfsemi sína og á sama tíma sýna okkur nýja kosningarstöð þeirra. Heyrst hefur að það verða léttar veitingar (wink) og mikil skemmtun á staðnum!

Vísó hefst kl. 17:00 og er á Hverfisgötu 32 (hinum megin við götuna þar sem síðasti aðalfundur Animu var haldinn) og fáum við heil 28 sæti. Skráning hefst á mánudaginn 7. maí á slaginu 12.

Að vísindaferð lokinni er förinni svo heitið í próflokapartý ANIMU sem er haldið á heimabarnum okkar Tivoli, og þar verður ískaldur bjór á kút í tilefni prófloka og sumarfrís - það verður hreint út sagt SVAKA STUÐ!