10. Okt

Vísó í Q - Félag Hinsegin Stúdenta!

Birt þann 10. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Vísindaferð 2/2 þessa vikuna er í Q - Félag Hinsegin Stúdenta, en ALLIR hafa gott af því að fara í þessa vísindaferð til þess að læra meira um jafnréttisbaráttu LGBTQ stúdenta og gera sér grein fyrir margbreytileika stúdenta.

Þessi bráðskemmtilega og súper fræðandi vísindaferð er á föstudaginn 12. október, og heppnin er með nýnemum þennan daginn því ferðin hefst kl 17:00, sem þýðir að ef þeir eru á góðum tíma með Skýringar á hegðun prófið sitt þá ná þeir að mæta og njóta veitinga með góðu fólki og hlaupa af sér hornin eftir annað próf þessarar annar!!

Að venju erum við með 28 sæti, fyrir 28 regnboga bossa og mæting fyrir þá er á Suðurgötu 3!

Mætið og njótið fjölbreytileikans!!

10. Okt

Vísó í Sálfræðingafélagi Íslands!

Birt þann 10. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Vísindaferð 1/2 þessa vikuna er til Sálfræðingafélags Íslands, en þessi vísindaferð er tilvalin fyrir þá nema sem stefna á klíníska sálfræði og vilja læra meira um starfsemi sálfræðinga á Íslandi og einnig fyrir þá sem hafa brennandi áhuga um allt sem tengist sálfræði! Þessi ferð er fimmtudaginn (betur þekktur sem litli fössari) 11. október og hefst klukkan 14:30.

28 sæti á mjúkum og góðum sálfræðinga sófa eru í boði í þessari ferð, mmmmm kósí!

Sálfræðingafélag Íslands á sínar höfuðstöðvar Borgartúni 6 á þriðju hæð, þannig mætið þangað með öll ykkar læti!!

3. Okt

Vísó í Landsvirkjun = svaka pepp svaka gaman!!!!

Birt þann 3. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Að þessu sinni er okkur boðið í eitt stykki SPENNANDI vísindaferð til Landsvirkjunnar! Þau ætla að kynna fyrir okkur starfsemi sína og sýna okkur hvernig orka býr í öllu. Á staðnum verður okkur lofað svakalegu STUÐI, og ekki má gleyma veitingunum sem við öll elskum og þráum!

Þar sem þessi vísindaferð er ekki í bænum þá verður ein RAFMÖGNUÐ rútuferð á vegum Landsvirkjunnar, svo allir mæta með símana sína fullhlaðna því þessi vísindaferð er í heildina 4 klukkutímar (sem er mega langt (og MEGA gaman) fyrir þá sem ekki vita)!!

Við erum með 28 laus sæti fyrir 28 KJARNORKU-BOSSA!

Mæting er í HÍ ekki seinna en kl. 16 því rútan fer á slaginu (nákvæmari staðsetning kemur síðar).

Sælir kælir hvað þetta verður STURLAÐ!!!!

25. Sept

Vísindaferð í Hvíta húsið!

Birt þann 25. Sept. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Næsta vísindaferð okkar er í Hvíta húsið, nei ekki þetta sem Trump býr í, heldur auglýsingastofu hérna í Reykjavík! Þau vilja bjóða okkur í heimsókn í Brautarholt 8, til þess að kynna fyrir okkur starfsemi sína. Það verða að sjálfsögðu léttar veigar í boði fyrir þá svöngu og þyrstu! Því miður hefst þessi vísindaferð klukkan 16:00 og lendir þá á sama tíma og fyrsta almennupróf fyrsta árs nema :/ Samt sem áður erum við með 28 sæti boði, svo endilega skráið þið ykkur sem getið!!

18. Sept

FYRSTA VÍSÓ ANNARINNAR OG HAUSTKOSNINGAR ANIMU (léttar veigar og MIKIÐ fjör)!!!!!!!

Birt þann 18. Sept. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

FYRSTA VÍSÓ ANNARINNAR OG HAUSTKOSNINGAR ANIMU

Það er LOKSINS komið að deginum sem allir hafa verið að bíða eftir, fyrsta vísindaferð annarinnar OG haustkosningar Animu! Að þessu sinni hefjum við skólaárið í sömu vísindaferð og sú síðasta var á síðasta skólaári, sem var notabene MJÖG NÆS, hjá Samfylkingunni! Á föstudaginn næstkomandi, 21. september, ætla þau hjá Samfylkingunni að bjóða okkur í heimsókn á Hallveigarstíg 1 kl 17:00 og kynna fyrir okkur starfsemi sína og á sama tíma bjóða okkur upp á léttar veigar og mikið fjör!!!

Að vísindaferð lokinni er förinni haldið á heimabar Animu, Austur, þar sem haustkosningar Animu verða haldnar og heyrst hefur að Anima er með SJÚLLUÐ tilboð á barnum!!!

Við erum með 28 pláss í vísindaferðina en pláss fyrir alla á Austur, en við förum þangað um 19:00!

Muniði svo, fyrstir að skrá - fyrstir að fá!!