14. Nóv

Vísó hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar!!

Birt þann 14. Nóv. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Jæja, það er búið að vera ansi rólegt hjá okkur síðustu vikur, en það er comeback week þessa vikuna! TVÆR VÍSINDAFERÐIR, AFTUR!!!

Sú fyrsta er til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, á fimmtudaginn næsta klukkan 17: 00 og þar sem það vita ekki margir hvað Velferðarsviðið gerir þá ætla þau að segja okkur örlítið frá starfsemi sinni og bjóða upp á léttar veigar!

Velferðarsviðið er staðsett í Borgartúni 12-14 og við erum með 28 sæti!!!!

Vonandi mæta sem flestir, bæði á föstudag og fimmtudag!!

24. Okt

Sagði einhver BÚNINGAVÍSÓ í Arion banka????

Birt þann 24. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Það er ekki nóg með það að það sé Heilóvín á föstudaginn, heldur er líka búningavísó! Hvað er það? Spyrjið þið kannski, en búningavísó er nææææstum því eins og venjuleg vísó nema þetta er fullkomin upphitun fyrir Heilóvín, ALLIR Í BÚNINGUM KVÖLDSINS!!! Og enn betra, þá er hún í Arion banka, og þar af leiðandi eru fleiri deildir innan Háskólans að fara að vera á staðnum líka, sem þýðir einungis eitt -> MEIRA FÓLK = MEIRA STUÐ!! Ekki má gleyma því að léttar veigar verða í boði fyrir ykkur öll sömul!!

ÞVÍ MIÐUR hefst ferðin kl. 17:00, sem þýðir að þessi sturlaða vísindaferð lendur á sama tíma og Almennupróf fyrsta árs nema :’(:’(

En fyrir þá sem komast, sem ættu að vera um 28 manns því við erum með pláss fyrir 28, þá er vísindaferðin staðsett í Borgartúni 19 og fyrir Heilóvín-fara þá er rútuferð sem fer beint úr Borgartúninu og í Vodafone Höllina, en þeir sem vilja fara í rútuna þurfa að skrá sig í hana!

19. Okt

THIS IS HEILÓVÍN!!!!!!!!!

Birt þann 19. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

JÆÆJA ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ, STÆRSTI VIÐBURÐUR ANNARINNAR ER MÆTTUR, HEILÓVÍÍÍÍÍÍÍN!!!!!!

Eitt stærsta og skemmtilegasta búningapartý aldarinnar er að fara að eiga sér stað á föstudaginn 26. október klukkan 19:30!!

Allt heilbrigðisvísindasviðið mun sameinast og keppast að í ýmsum þrautum, en það eru sjálfir HEILÓVÍNLEIKARNIR!!! En ekki er nóg með það heldur verður einnig BÚNINGAKEPPNI og verðlaun fyrir besta búninginn, versta búninginn, besta hópbúninginn og frumlegasta búninginn. EN reglan er sú að það er með öllu BANNAÐ að mæta í búning tengdum námsgreinum heilbrigðisvísindasviðs.

Í ár erum við með súper mörg pláss á heilóvín, en þau eru heil 57 svo það ætti enginn að missa af! Það kostar aðeins litlar 1500kr fyrir félagsmeðlimi en 2500kr fyrir þá sem eru ekki í félagi á þennan snilldarviðburð!!

BYOB því engin sala verður á staðnum, en staðfest staðsetning verður auglýst á Facebook-eventi Heilóvíns 2018 og á Animu PEPP!!!

Vert er að athuga að hurðin lokast klukkan 21:00, svo mætið tímanlega!

17. Okt

Vísindaferð til Dale Carnegie!!

Birt þann 17. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Seinni vísindaferð þessa vikuna verður á föstudaginn kl. 18:00 og er til Dale Carnegie, og við erum sjúklega spennt fyrir henni!!

Dale Carnegie námskeiðin eru ótrúlega vinsæl hjá öllum aldurshópum og því ættu þau að geta kennt okkur eitt og annað um samskipti og annað! Eins og að venju verða léttar veitingar í boði en þessi vísó er edrú-vísó!

Við erum með heil 28 sæti í Ármúla 11, þannig það er nóg pláss fyrir alla!

17. Okt

Vísindaferð til UN Women!

Birt þann 17. Okt. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Enn og aftur eru tvær vísindaferðir þessa vikuna. Að þessu sinni er sú fyrri á fimmtudaginn næstkomandi hjá UN Women!

Hún hefst fremur snemma,kl. 15:.00, en vonandi sjá sér flestir fært að mæta á Laugaveg 176 og fræðast með okkur!

Við erum með ansi fá sæti, en einungis 13 eru í boði, svo þið sem ætlið að mæta þurfið að vera fljót að skrá ykkur!