30. Jan

Vísindaferð til Securitas!

Birt þann 30. Jan. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Hversu fokking peppuð eru þið í rugl um helgina???

Vísó þessa vikunna er til Securitas og ætla þau að kynna fyrir okkur starfsemi sína. Nóg verður í boði af áfengi og snarlli fyrir glorhungraða ANIMUlinga!

Þetta verður bullandi snilld og brjálað stuð.

“Þetta er það besta sem eg hef gert” -Siggi

“Ég elska öryggi” - Gulla

“Ég kom bara fyrir bjórinn” - MATTI

“Áfram Anima” - Sigmund Freud

Föstudaginn 1. feb, kl 17:00 í Skeifunni 8!!

28 sæti í boði! Tryggðu þér sæti og um leið öryggi #secure.

22. Jan

Vísindaferð hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar!!!

Birt þann 22. Jan. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Eftir langa bið höfum við loksins snúið aftur, vísindaferðir og sukk með öllu því sem fylgir!

Sú fyrsta á þessari bjútífúl vorönn mun eiga sér stað á föstudaginn næstkomandi og er til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar! Velferðarsviðið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva í Reykjavík, meðal margs annars.

Heyrst hefur að í boði verða ljúfar veigar sem allir ættu að geta gætt sér á!!

Þetta verður ú Borgartúni 12-14 á 7. hæð og mæting er klukkan 17:00 - 28 sæti í boði, letsgo, letsgo, letsgo!!!!!!!

28. Nóv

Förum á skíði!!!!

Birt þann 28. Nóv. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Helgina 18. - 20. janúar ættu allir Akureyringar að fela sig inni því ANIMU-lingar mæta á svæðið og ætla að sýna þeim hvernig á virkilega að skemmta sér!

Verðið fyrir þessa klikkuðu ferð er 15.000kr sem er gjöf en ekki gjald! Til þess að festa plássið sitt verður 3.000kr staðfestingagjald en þið hafið til 5. des að borga það og rest í janúar!

Innifalið í verðinu er eftirfarandi (ATH, listinn er ekki tæmandi, mögulega bætist eitthvað við):


-Rútuferð til og frá Akureyri!

-
Rúta til og frá fjallinu!


-Gisting á Akureyri Backpackers í tvær nætur!


-Vísindaferð í bruggsmiðju Kalda (whatuuuup)!


-Hlandvolgur og ljúfur Tuborg GRØN!


-Sjúklega sveitt Domino’s pizza veisla!

Það eru því miður ekki nema 30 pláss í boði og vonum við innilega að flesta sem langar að fara ná að fara!


ÞETTA VERÐUR STURLAÐ!!!!

20. Nóv

Síðasta vísó annarinnar!!! :’((((

Birt þann 20. Nóv. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Yo ho ho, förum í vísó!

Á föstudaginn næstkomandi er förinni haldið til Pírata, sem eru stjórnmálaflokkur fyrir þá sem ekki vita, og þau ætla að kynna fyrir okkur stefnumál sín og starfsemi sína! Þessi ferð er frábær leið til þess að hita upp fyrir lokaprófstörnina sem er að taka við. Að venju verða léttar veigar í boði fyrir okkur að gæða okkur á!!

Hvar? Síðumúla 23!

Hvenær? 18:00 - svo fyrsta árs nemar þurfa ekki að örvænta því þau geta skellt sér beint í vísó eftir SÍÐASTA ALMENNUPRÓFIÐ!!!

Hversu mörg sæti? 28 BABY!!!

See you there!!!!

14. Nóv

Vísó hjá Vinstri Grænum!!

Birt þann 14. Nóv. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Seinni vísindaferðin þessa vikuna er á föstudaginn hjá stjórnmálaflokknum Vinstri Grænum (og við elskum að fara í vísó til stjórnmálaflokka), en þau ætla að kynna fyrir okkur flokkinn og stefnumál hans og AÐ SJÁLFSÖGÐU bjóða upp á vænar veigar!!

Staðsetning kemur inn seinna en enn og aftur erum við með 28 sæti!!!

Mætið og verið með læti!!