20. Feb

STÆRSTI SKEMMTISTAÐUR Í HEIMI!!

Birt þann 20. Feb. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

RING RING Já góðan daginn er þetta NOVA? Þetta er ANIMA að hringja og við erum tilbúin að mæta með LÆTI í vísindaferð til ykkar!!

Vísó á föstudaginn hjá NOVA í Lágmúla klukkan 18:30!

Heyrst hefur að vísindaferðirnar hjá NOVA séu alls ekki í verri kantinum, nóg af veigum og skemmtun fyrir alla - unga sem aldna!

Að þessu sinni náðum við að redda okkur 38 SÆTUM!?!?!??!?! Hversu ruglað???

P.S. MATTI ætlar að snoða sig.

13. Feb

VÍSÓ OG SÁLFRÆÐILEIKAR!!!!

Birt þann 13. Feb. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Sælir KÆLIR hvað föstudagurinn verður mikil STURLUN!!!!

Kvöldið byrjar á SLAGINU 17:00 á vísindaferð hjá Íslenskri erfðagreiningu, á Sturlugötu 8, þar sem okkur verður kennt um alla þá hluti sem leynast í erfðum okkar og á sama tíma bjóða okkur upp á ljúfar veigar!

EN kvöldinu lýkur ekki að vísindaferð lokinni, HELDUR er förinni haldið beint út á Seltjarnarnes, Austurströnd 3, þar sem hinir árlegu SÁLFRÆÐILEIKAR munu eiga sér stað!!

Heyrst hefur að stemningin verði gríðarleg á sálfræðileikunum, en keppnin um bikarinn í ár er SJÓÐHEIT!

Þú veltir því kannski fyrir þér hvernig í ósköpunum þú munt komast út á nes þegar þú ert búin/n að fá þér einn svellkaldan hjá Íslenskri erfðagreiningu, en ekki hafa áhyggjur - við hugsum fyrir öllu! Það verður rúta sem fer beint úr vísó og á Leikana sem kostar ekki nema 600kr á mann, en það þarf að skrá sig sérstaklega í hana!

Það eru einungis 28 sæti í boði í vísó, svo þið þurfið að hafa hraðar hendur!!

Skemmtið ykkur fallega ❤️

P.S. Matti fer kannski úr að ofan…

6. Feb

UPPREISN!!

Birt þann 6. Feb. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Kæru vinir og vandamenn nær og fær! Rísum upp úr bókunum á föstudaginn og mætum í vísindaferð í Uppreisn!

Uppreisn er ungliðahreyfing Viðreisnar sem þýðir að umræður verði miklar og kæmi það ekki á óvart ef að MATTI færi úr að ofan!

Veigar ættu að vera í flottari kantinum þar sem þetta eru bræður sjálfstæðismanna og nóg verður af skemmtun!

28 sæti í boði og mæting eins og yfirleitt kl. 17, Ármúli 42, fyrir ofan LE Kock!

Hlakka til að sjá ykkur öll! Minni vextir þýða meiri velferð!

30. Jan

Vísindaferð til Securitas!

Birt þann 30. Jan. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Hversu fokking peppuð eru þið í rugl um helgina???

Vísó þessa vikunna er til Securitas og ætla þau að kynna fyrir okkur starfsemi sína. Nóg verður í boði af áfengi og snarlli fyrir glorhungraða ANIMUlinga!

Þetta verður bullandi snilld og brjálað stuð.

“Þetta er það besta sem eg hef gert” -Siggi

“Ég elska öryggi” - Gulla

“Ég kom bara fyrir bjórinn” - MATTI

“Áfram Anima” - Sigmund Freud

Föstudaginn 1. feb, kl 17:00 í Skeifunni 8!!

28 sæti í boði! Tryggðu þér sæti og um leið öryggi #secure.

22. Jan

Vísindaferð hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar!!!

Birt þann 22. Jan. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Eftir langa bið höfum við loksins snúið aftur, vísindaferðir og sukk með öllu því sem fylgir!

Sú fyrsta á þessari bjútífúl vorönn mun eiga sér stað á föstudaginn næstkomandi og er til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar! Velferðarsviðið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva í Reykjavík, meðal margs annars.

Heyrst hefur að í boði verða ljúfar veigar sem allir ættu að geta gætt sér á!!

Þetta verður ú Borgartúni 12-14 á 7. hæð og mæting er klukkan 17:00 - 28 sæti í boði, letsgo, letsgo, letsgo!!!!!!!