3. Apr

Vísindaferð til Gallup!

Birt þann 3. Apr. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Gallup: “Já góðan daginn, ég hringi hér frá Gallup og ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir nokkuð svarað fyrir mig snöggri könnun?”

Þú: “Já, alveg sjálfsagt!”

Gallup: “Hvar ætlar þú að vera næsta föstudag?”

Þú: “Ég frétti að það væri klikkuð vísó hjá ykkur í Álfheimum 74, auðvitað mæti ég þangað!”

Gallup: “Frábært, veistu nokkuð hvort það verði eitthvað í boði fyrir þig?”

Þú: “Heyrst hefur að það verða veitingar, bæði matar- og drykkjarkyns.”

Gallup: “Alveg hárrétt hjá þér! Klukkan hvað byrjar þessi snilld og hvað er eiginlega pláss fyrir marga?”

Þú: “Vísó byrjar á slaginu 17:00 og það eru alveg 28 pláss!!!”

Gallup: “ÆÐISLEGT!!! Sjáumst þar meistari!!”

🥳🥳🥳🥳🥳🥳🥳🥳🥳🥳

27. Mar

Vísindaferð til Geðhjálpar!

Birt þann 27. Mar. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Þessa vikuna verður farið til Geðhjálpar, og þar ætla þau að kynna fyrir okkur starfsemi sína! Tilgangur félagsins er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þetta er tilvalin vísindaferð fyrir alla sálfræðinema, og sérstaklega þá sem stefna á að verða sálfræðingar!

Þessi ferð hefst kl 16:00, og er mæting í Borgartún 30.

28 sæti í boði - ekki missa af þessu frábæra tækifæri!

20. Mar

Reykjavík distillery whatuuup??

Birt þann 20. Mar. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

JÁ HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR!!!! Vonandi eru allir búnir að jafna sig eftir geðbilun síðustu helgar, en við í Animu hvílum okkur ekki lengur en þetta!

Föstudaginn 22. mars verður vísindaferð í Reykjavík distillery og þar verður sko sósað sig - ljúfar veigar fyrir alla þá gorma sem mæta og skemmta sér!

18 sæti í boði, kl 17:00 á Lónsbraut 6!!

24. Feb

Landsa vísó BITCHESSSSSS!

Birt þann 24. Feb. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Eru allir klárir í bátana?!?! Landspítalinn ætlar að bjóða okkur Animulingum í heimsókn til sín á föstudaginn næstkomandi! Þetta er kjörið tækifæri til þess að kynna sér hina ýmsu möguleika eftir nám!

Í boði verða góðar kræsingar og mikil skemmtun!

Að þessu sinni eru einungis 13 sæti í boði, svo hafið hraðar hendur því plássin fyllast hratt. Mæting er klukkan 17:00 á Snorrabraut 60 (þar sem Blóðbankinn er staðsettur)!

20. Feb

STÆRSTI SKEMMTISTAÐUR Í HEIMI!!

Birt þann 20. Feb. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

RING RING Já góðan daginn er þetta NOVA? Þetta er ANIMA að hringja og við erum tilbúin að mæta með LÆTI í vísindaferð til ykkar!!

Vísó á föstudaginn hjá NOVA í Lágmúla klukkan 18:30!

Heyrst hefur að vísindaferðirnar hjá NOVA séu alls ekki í verri kantinum, nóg af veigum og skemmtun fyrir alla - unga sem aldna!

Að þessu sinni náðum við að redda okkur 38 SÆTUM!?!?!??!?! Hversu ruglað???

P.S. MATTI ætlar að snoða sig.