25. Jún

Sumarútilega Anima x Röskva!

Birt þann 25. Jún. 2021 - Finnbogi Jónsson

Sælir kæru animulingar! Nú verður fagnað dátt, hlegið hátt og djammað. Heldur brátt. Förinni er í þetta skiptið heitið út í Þórisstaði í Hvalfirði 24. júlí með Röskvuteyminu. Þar verður tjaldað, grillað og sippað á fleiri en einum volgum tuborg grøn. Eitthvað af bjór verður í boði Animu, annars er BYOB. og er þessi vitleysa ókeypis fyrir utan tjaldsvæðið sjálft. Það kostar litlar 1600kr (Tilvalið að deila tjaldi ;)) Endilega komið með vini ef viljinn er fyrir hendi, það er bara gaman.

Sjáumst í (vonandi) fkn bongóblíðu og stríðu!

8. Maí

SUMARPRÓFLOKAPARTY ANIMU 2021

Birt þann 8. Maí. 2021 - Finnbogi Jónsson

Það er komið að því! Upp með dósir, niður með bækur! Bless Oddi, hæ hamingja og sólbruni. Próflokaparty Animu verður haldið í Vivaldi salnum í Gróttu (íþróttamiðstöð seltjarnarnes). Í boði verður myndakassi, kareoke og Animuhjólið gamla góða. Auk þess að hafa ýmsa leiki af öllum gerðum að sjálfsögðu (beer pong, flip cup o.s.frv.). Veislan hefst föstudaginn 14. maí kl 20:00, og heldur áfram til 03:00. Fagnið þessum áfanga ásamt SUMRINU með okkur!

Skráning hefst tímalega miðvikudaginn 12. maí kl 12:00, fyrstur kemur fyrstur fær svo ekki drolla takk.