12. Okt

HVÍTA HÚSIÐ - VísóVísóVísó

Birt þann 12. Okt. 2021 - Finnbogi Jónsson

Jæja

Það er komið að næsta vísó og í þetta skiptið liggur leiðin í Hvíta Húsið! Hvíta húsið er auglýsingastofa sem sér um ýmsar auglýsingar fyrir stærstu fyrirtæki landsins. Þar á meðal eru honorable mentions eins og "piss, kúkur, klósettpappír" fyrir Umhverfisstofnun og Samorku. Boðið verður upp á veitingar og nice vibes á föstudaginn frá kl 16-18 í BRAUTARHOLTI 8.

Vísóstjórar verða að þessu sinni Arnar Logi Oddson (8646235) og Víðir Gunnarsson(8573736). Heyrið í þeim ef það eru einhverjar vangaveltur.

ATH! Það er mjög mikilvægt að afskrá sig í skráningunni ef þið komist ekki! Það er til þess að aðrir félagar geti þá séð lausa plássið og mætt í staðinn. Annars bíður svarti listinn.

5. Okt

BLUSH VÍSÓ - Unaðsvöruverslun

Birt þann 5. Okt. 2021 - Finnbogi Jónsson

HÆ kæru animulingar. Næsta vísó ársins er í BLUSH! Unaðsvöruverslun ;) ;).

Mæting er núna á föstudaginn 8.okt á Dalveg 32b og stendur veislan frá 18 til rúmlega 20.

Þar verða þau með starfskynningu og bjóða upp á léttar veitingar. Heyrst hefur að það verði ekkert mega mikið af drykk í boði, en þá getið þið komið með smá að heiman ef þið eruð rosa þyrst.

Vísóstjórar verða þær Jóna Jenný (847-5543) og Þórdís Lind (618-2305).

AFSKRÁIÐ YKKUR HÉR EF ÞIÐ GETIÐ EKKI MÆTT! Svartur listi er mjög leiðinlegur :'(

23. Sept

STUDIO AUDIENCE - Steindi og Auddi (Nýr skemmtiþáttur)

Birt þann 23. Sept. 2021 - Finnbogi Jónsson

JÆJA.

Fyrsta event ársins fyrir meðlimi ANIMA er dottið í hús. Í þetta skiptið er það að gerast stúdíóáhorfendur fyrir nýja þætti hjá Steinda Jr. og Audda Blö.

Við fáum í rauninni ekki að vita meira en að við eigum að mæta KL 17:30 á mánudaginn (27.sept)!

Mæting er í "Studio 1" hjá vodafone á suðurlandsbraut.

Keyrt er niður á milli Ármúla 9 og 11 á bak við Hótel Ísland. Hurðin er merkt Stúdíó 1 á bak við stóra hvíta útsendingarbílinn.

Snillingarnir hjá stöð tvö ætla að bjóða upp á bjór og gos fyrir þyrsta!

Ef það eru einhverjar spurningar þá er það bara að heyra í ferðastjórunum og þeir redda ykkur. Í þetta skiptið eru ferðastjórar Ísak Jónsson og Arnar Logi Oddsson.

Skemmtið ykkur vel!

25. Jún

Sumarútilega Anima x Röskva!

Birt þann 25. Jún. 2021 - Finnbogi Jónsson

Sælir kæru animulingar! Nú verður fagnað dátt, hlegið hátt og djammað. Heldur brátt. Förinni er í þetta skiptið heitið út í Þórisstaði í Hvalfirði 24. júlí með Röskvuteyminu. Þar verður tjaldað, grillað og sippað á fleiri en einum volgum tuborg grøn. Eitthvað af bjór verður í boði Animu, annars er BYOB. og er þessi vitleysa ókeypis fyrir utan tjaldsvæðið sjálft. Það kostar litlar 1600kr (Tilvalið að deila tjaldi ;)) Endilega komið með vini ef viljinn er fyrir hendi, það er bara gaman.

Sjáumst í (vonandi) fkn bongóblíðu og stríðu!

25. Jún

Sumarútilega Anima x Röskva!

Birt þann 25. Jún. 2021 - Finnbogi Jónsson

Sælir kæru animulingar! Nú verður fagnað dátt, hlegið hátt og djammað. Heldur brátt. Förinni er í þetta skiptið heitið út í Þórisstaði í Hvalfirði 24. júlí með Röskvuteyminu. Þar verður tjaldað, grillað og sippað á fleiri en einum volgum tuborg grøn. Eitthvað af bjór verður í boði Animu, annars er BYOB. og er þessi vitleysa ókeypis fyrir utan tjaldsvæðið sjálft. Það kostar litlar 1600kr (Tilvalið að deila tjaldi ;)) Endilega komið með vini ef viljinn er fyrir hendi, það er bara gaman.

Sjáumst í (vonandi) fkn bongóblíðu og stríðu!