18. Okt

Óvissudagur Animu 2019!

Birt þann 18. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Það er dulafullur dagur framundan!

Óvissudagur Animu verður haldinn þann 26. október!

Mæting kl 14:00 á túninu fyrir framan HÍ. Komið klædd eftir veðri!

Það kostar litlar 2000 kr. Boðið verður upp á mat og drykki.

Við viljum ekki segja of mikið, en við lofum miklu fjöri!

Við hlökkum til að koma ykkur á óvart!

15. Okt

Ölgerðin Vísó!

Birt þann 15. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Vísó í Ölgerðina!!

Halló halló hæ! Næstkomandi föstudag er þvílík veisla í vændum. Gull, Smirnoff, LoV, VES, Somersby ef að þetta eru uppáhalds orðin þín þá er þessi Vísó eitthvað fyrir þig!

Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Ölgerðin er búin að bjóða okkur í heimsókn til þeirra að Grjóthálsi 7-11

Þessi veisla hefst kl. 18:00! Tilvalið eftir erfiða skólaviku að kíkja við, fá sér drykk og léttar veitingar.

Skráning hefst miðvikudaginn 16. Október á slaginu 12:00. Fyrstur kemur fyrstur fær!

8. Okt

Q-félag Vísó!

Birt þann 8. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Næsta vísindaferð verður til Q-félag hinsegin stúdenta, sem ætla að fræða okkur um málefni hinsegin fólks. Léttar veitingar verða að sjálfsögðu í boði!. Þetta mun fara fram í húsnæði Samtakanna 78 á Suðurgötu 3, föstudaginn 11. október kl 17:00.

Skráning hefst á miðvikudaginn 9. október á slaginu 12:00!!

1. Okt

Tripical Vísó!

Birt þann 1. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Þá er komið að næstu vísindaferð!! Ferðaskrifstofan Tripical ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín á Borgartúni 8-10, kl 19:15. Þessi vísó verður ekki af verri endanum! Suðræn Sangría? "Já takk", Tequila? "jamm", Kahoot keppni þar sem einn heppinn vinnur 50.000kr gjafabréf? "Já endilega!"

Við mælum með að fara á Hamborgarafabrikkuna í kvöldmat á föstudaginn, þar sem Tripical náði að redda okkur fríum bjór/léttvín með keyptri máltíð. Pantið borð tímanlega!

Einnig verður Tripical með kynningu á vísindaferð út fyrir landsteina sem þau eru að skipuleggja næsta vor!

Skráning hefst miðvikudaginn 2. október, kl 12:00, 56 sæti í boði!

16. Sept

Fyrsta vísindaferð annarinnar og haustkosningar!!

Birt þann 16. Sept. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Þá er loksins komið að fyrstu vísó annarinnar!

Við ætlum í heimsókn á auglýsingastofuna Pipar. Þau ætla að kynna starfsemi sína og bjóða uppá léttar veigar í föstu og fljótandi formi.

Við erum með 48 sæti í boði og mæting er kl 17:00, Guðrúnartún 8

En fjörið endar ekki þar, eftir vísó ætlum við að labba yfir til Lebowski Bar og kjósa í nefndir fyrir þetta skólaár, það verður bjórkútur í boði fyrir þyrsta, þannig þetta er kvöld sem þið viljið ekki missa af!!