21. Nóv

Skíða- og menningarferð til Akureyrar!

Birt þann 21. Nóv. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Helgina 17. - 19. janúar ættu allir Akureyringar að finna kósý buxurnar sínar, hella upp á heitt kakó og halda sér heima, því Animulingar eru á leiðinni og ætla að mála bæinn rauðan!

Verðið fyrir þessa mögnuðu ferð er 15.000kr sem er gjöf en ekki gjald! Til þess að festa plássið sitt verður 3.000kr staðfestingagjald en þið hafið til 6. des að borga það og rest í janúar!

Innifalið í verðinu er eftirfarandi:


-Rútuferð til og frá Akureyri!

-
Far til og frá fjallinu!


-Gisting á Akureyri Backpackers í tvær nætur!


-Vísindaferð í bruggsmiðju Kalda!


-Hlandvolgur og ljúfur Tuborg GRØN!


-Sjúklega sveitt Domino’s pizza veisla!

Við erum með pláss fyrir 38 manns, þið viljið alls ekki missa af þessu!

12. Nóv

Hvíta Húsið Vísó!

Birt þann 12. Nóv. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Ný vika! Ný vísó!

Auglýsingastofan Hvíta Húsið ætlar að bjóða okkur til sín á föstudaginn 15. nóvember. Þau hafa skapað vörumerki, mótað ímynd og gert auglýsingar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

Það verða ljúffengar kræsingar í boði fyrir þyrsta og svanga!

Mæting kl 16:00, Brautarholt 8

5. Nóv

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Vísó!

Birt þann 5. Nóv. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Það er þvílíkur fössari framundan!!

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ætla að bjóða okkur í smá upphitun fyrir Heilóvín. Það verða ljúffengir drykkir og veitingar í boði á meðan þau kynna starfsemi sína. Það eru mörg störf innan velferðarsviðs sem tengjast okkar námi, þannig þetta verður mjög fróðleg og skemmtileg stund!

Mæting er á föstudaginn kl 17:00, Borgartún 12-14!

22. Okt

Nova Vísó!

Birt þann 22. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Jæja gott fólk, það er veisla framundan. Á föstudaginn 25. október er eitt stærsta vísó annarinnar!

Nova, a.k.a stærsti skemmtistaður í heimi ætlar að bjóða okkur til sín á Lágmúla 9 kl 18:30

Það verður góð tónlist, mikið dansað, margir drykkir, mikið fjör!

P.s Nova er að prufa smá nýjung, fyrir þá sem vilja meiri kynningu á starfsemi Nova, þá geta þau mætt um 40 mín fyrr í það sem Nova kallar "Trúnó". Ef þið hafið áhuga á að fara í trúnó áður en partýið hefst, þá er hægt að skrá sig sérstaklega í það!

18. Okt

Óvissudagur Animu 2019!

Birt þann 18. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Það er dulafullur dagur framundan!

Óvissudagur Animu verður haldinn þann 26. október!

Mæting kl 14:00 á túninu fyrir framan HÍ. Komið klædd eftir veðri!

Það kostar litlar 2000 kr. Boðið verður upp á mat og drykki.

Við viljum ekki segja of mikið, en við lofum miklu fjöri!

Við hlökkum til að koma ykkur á óvart!