26. Nóv

Skíðaferð Animu!

Birt þann 26. Nóv. 2021 - Arnar Logi Oddsson

Sælt veriði kæru animulingar! Frá 1. til 3.Aprílverður haldin hin árlega SKÍÐAFERÐ ANIMU til parís norðursins, AKUREYRAR! Þessi skráning er fyrst og fremst til að meta fjölda sæta fyrir rútu og gistipláss.

Passinn kostar 15.000kr! Innifalið er rúta (fram og til baka), gisting, pítsur og vísó!

Pláss er fyrir 80 manns en vegna samkomutakmarka má krossu fingur og vonast til þess að takmörkunum verður aflétt í byrjun apríl, verða 80 pláss laus í skráningu en ef núverandi takmarkanir haldast munu fyrstu 50 ná sætunum. Animulingur fá forgang og fer það eftir sætisplássum ef áhugi er fyrir því að taka plúsa!

ATH! að rúta tekur einungis við 60 manns!

NÁNARI UPPLÝSINGAR KOMA SÍÐAR!

21. Nóv

Vísó - AMNESTY

Birt þann 21. Nóv. 2021 - Finnbogi Jónsson

Í þetta skiptið liggur ferðin á Amnesty sem er yndislegt alveg hreint. Þetta er nú þekktasta mannréttindabaráttufélag landsins. Það komast örfáir að bæði vegna covid og vegna þess að við erum að mæta með Mannfræðikids.

Mætng er kl 17:00 - 19:00 á miðvikudaginn 24. nóv á Þingholtsstræti 27.

Það verða æðislegar veitingar en ekki áfengi! Hinsvegar hvetja þeir til að fólk mæti með sitt eigið áfengi ;) ;) ;)

Vísóstjórar verða þau Ragnhildur KAtla (699-5225) og Ísak Jónsson Píanóleikari (58-12345)

9. Nóv

Saga Museum - Vísó!

Birt þann 9. Nóv. 2021 - Finnbogi Jónsson

Það er komið að næsta vísó! Þau á Saga Museum ætla að bjóða okkur í ýmsa skemmtilega hluti, þar á meðal sérbruggaðan bjór, búningahorn og kynningu á starfsemi og sögu safnsins. Helvíti góður díll ef þú spyrð mig sko.

Mæting er niður á Saga Museum í Grandagarði 2 (101 RVK) klukkan 17 á föstudaginn.

Vísóstjórarnir í þetta skiptið eru þær María Agnesardóttir (857-6216) og Sigurbjörg ÓSk (6152249).

Muna að afskrá sig ef þið komist ekki! svo næsta manneskja á biðlista komist inn!

2. Nóv

VÍSÓ EVOLIVA

Birt þann 2. Nóv. 2021 - Finnbogi Jónsson

Jæja næsta vísó er dottið í hús. Í þetta skiptið liggur ferðin til Evolvia! sem er fyrirtæki sem sér um markþjálfanám ásamt fleiru. Þar verða þau með vinnustofu/fræðslu fyrir okkur og auðvitað; Verða fljótandi veigar á staðnum ;).

Stuðið verður frá 18:00 - 21:00 í Skútuvogi 13a á annari hæð. Þetta er víst merkt sem dans jóga hjartastöð en Evolvia er að taka það yfir á fös.

Vísóstjórar að þessu sinni eru þeir Óskar Le Qui Khuu Júlíusson : 659-6470 og Víðir Gunnarsson : 857-3736. Heyrið í þeim ef það vakna spurningar.

Skemmtið ykkur vel!

24. Okt

Fyrsta animupartí ársins?! Ójá, Halló-Vín

Birt þann 24. Okt. 2021 - Finnbogi Jónsson

Það er komið að því! Hallóvín veislan er auðvitað halloween party svo græjið búningana ykkar og blandið spooooky drykki. Við leigðum sal í síðumúla 1 þar sem að gamla góða lukkuhjólið verður tilbúið til að veita gleði og vitleysu allt kvöldið.

Veislan Stendur frá 21:00 til 01:00. Verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn!

Þetta partí kostar litlar 1000 kr fyrir animulinga og eru þeir auðvitað í forgang. Forgangsskráning er hér á vefsíðu ANIMU frá mánudeginum 25. kl 12 til miðvikudags kl 12.

En aukaskráningin fyrir þá sem eru ekki í forgang eða animulinga sem að ákveða að vera alltof lengi að skrá sig byrjar á miðvikudaginn kl 14. Verðið fyrir þá sem ekki eru í animu er 2500 kr.

Það verður ÓDÝR áfengissala á staðnum en það er enginn að fara að dæma neinn extra þyrstann sem mætir með 3 eða 300 drykki fyrir sig að heiman.

Hlökkum til að sjá ykkur í spooky vibes!

"alt